Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:41]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hérna er lagt til að frítekjumark örorkulífeyrisþega hækki um 140% í samræmi við breytta vísitölu heildarlauna opinberra starfsmanna frá 2008. Þarna er bara verið að tvöfalda. Þetta sýnir nákvæmlega það sem ég er búinn að halda hérna fram, kjaragliðnunina. Það er búin til einhver tala og hún er bara látin standa árum og áratugum saman og ekkert gert. Þarna þyrfti að rúmlega tvöfalda þessa tölu ef við ætluðum að gefa rétt en það virðist enginn vilji vera til að hafa hlutina rétta — ekki fyrir þennan hóp, öryrkja og ellilífeyrisþega.