Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

aukið aðgengi að hjálpartækjum fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

823. mál
[12:10]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um mikilvægt mál sem margir hafa komið að því að undirbúa og vinna. Velferðarnefnd tók svo við því máli, gerði það að sínu og hefur lagt það hér fram. Þarna er verið að leggja til að það verði varið samtals 70 millj. kr. til mikilvægra hjálpartækja sem geta gjörbreytt lífi einstaklinga sem á þeim þurfa að halda. Ég vil bara þakka öllum þeim sem hafa komið að vinnslu málsins kærlega fyrir það og samstarfið í velferðarnefnd um málið og styð það.