155. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2024.

fundarstjórn forseta og fyrirspurnir til ráðherra.

[14:20]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Í fyrsta lagi vill forseti taka það fram að hér er verið að ræða fundarstjórn forseta en ekki efnisatriði mála. Í annan stað vill forseti til skýringar geta þess að dagskrárliðurinn óundirbúinn fyrirspurnatími hefur þann tilgang að þingmenn geti spurt tiltekna ráðherra um málefni sem varða þeirra málefnasvið. Í því samhengi er eðlilegt að þingmenn hagi orðum sínum með þeim hætti að það kalli ekki á viðbrögð annarra ráðherra eða þingmanna sem ekki komast að, eðli málsins samkvæmt, í sömu umræðu.