155. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2024.

fundarstjórn forseta og fyrirspurnir til ráðherra.

[14:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það er ánægjulegt að byrja tímabil fundarstjórn forseta á þessu þingi á því að ráðherra sé fyrstur til, það er óvenjulegt. Það er tiltölulega algengt að við þingmenn tölum til ríkisstjórnarinnar í heild og einstakra ráðherra svona fram og til baka í óundirbúnum fyrirspurnum, ræðum eða ýmsu svoleiðis, þótt ekki sé endilega verið að beina fyrirspurnum beint til þeirra ráðherra. Við tölum oft um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í stærra samhengi, jafnvel aðgerðir einstakra ráðherra. Mér fannst dálítið áhugavert að talað var um dylgjur, af því að á síðasta kjörtímabili var vissulega smá tregða í samskiptum og samningum við einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu, hver svo sem ástæðan var. En viðkomandi aðili, hv. þáverandi heilbrigðisráðherra, bar náttúrlega ábyrgð á því þegar allt kom til alls þannig að ég veit ekki af hverju ætti að kalla þetta dylgjur, þetta er bara allt í lagi.