144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[12:29]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi að ég gæti það. Ég vildi að fyrirsjáanleikinn í sjávarútveginum væri það mikill að ég gæti komið með það hérna útreiknað. (Gripið fram í.) En því miður veit maður aldrei fyrr en eftir vertíð hvernig veiðist og hvernig málin þróast. Ég veit ekkert hvernig ég á að reikna hagsmunina í krónum talið. (Gripið fram í.)

(Forseti (SJS): Ekki samtal í salnum.)

Ég lýsi því bara eins og hérna áður að ég er tengdur inn í þennan flota, allan bolfisks- og smábátaflotann. Ég er búinn að stunda makrílveiðar og bolfisksveiðar þannig að hvort þetta er hlutdeildarsett eða veitt í potti, maður bara veit ekki fyrr en eftir vertíð hvernig gengur, (Forseti hringir.) hver verður úthlutun. Ég get ekki svarað því öðruvísi.