151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

fjármálafyrirtæki.

642. mál
[17:44]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir hönd efnahags- og viðskiptanefndar fyrir nefndaráliti með breytingartillögu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Þetta er um innleiðingu evrópskra gerða og endurbótaáætlanir. Frumvarpið er liður í innleiðingu tilskipunar ESB um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum og reglugerð um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki. Lagðar eru til breytingar á lögunum til að gera ráðherra og Seðlabanka Íslands kleift að innleiða reglugerð sem oft er nefnd NPE og aðra reglugerð sem gengur yfirleitt undir nafninu CRR II, eins og kemur fram í nefndarálitinu. Þess ber að geta að lagt er til að Byggðastofnun og Lánasjóður sveitarfélaga verði undanþegin þeirri skyldu að vinna endurbótaáætlanir.

Nefndin leggur til að efnisgreining í heiti frumvarpsins verði stytt. Auk þess eru lagðar til nokkrar breytingar sem fylgja með nefndarálitinu. Þær eru allar tæknilegs eðlis.

Smári McCarthy og Oddný G. Harðardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Óli Björn Kárason, Jón Steindór Valdimarsson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórarinn Ingi Pétursson.