154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[13:33]
Horfa

Halldóra K. Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni hlý orð í garð Framsóknarflokksins og sömuleiðis ábendinguna, að líta til uppruna flokksins. Það er ávallt hollt. Ég tek það algjörlega til mín en ítreka að með þessu frumvarpi þá tel ég einmitt að það sé gert. Bændur eru okkar uppruni og markmið þessa frumvarps er að efla stöðu og styrkja stöðu bænda í íslensku samfélagi og ég tel að það muni gera það.