151. löggjafarþing — 91. fundur,  6. maí 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[13:46]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er rétt að leiðrétta smá misskilning. Ekki er um að ræða afleiddan kostnað við það að Fjölmenningarsetur taki að sér fleiri verkefni. Þetta er sá kostnaður sem gert er ráð fyrir að muni falla á Fjölmenningarsetur við að búa til þessa samræmdu leið fyrir bæði kvótaflóttafólk og þá sem leita hér alþjóðlegrar verndar, þ.e. við að þjónusta sveitarfélögin, þetta er kostnaðurinn við það. Það virðist vera einhver misskilningur uppi um að frumvarpið snúist um eitthvað allt annað. Ég vildi bara leiðrétta hv. þm. Bergþór Ólason, sem ekki situr í velferðarnefnd og hefur því ekki fylgst með þeirri vinnu sem þar hefur farið fram, þetta snýst ekki um neitt annað en þjónustu þessarar stofnunar við sveitarfélög í landinu.