140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

ummæli þingmanna um fjarstadda menn.

[11:25]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það vekur athygli mína hvernig þessa umræðu ber að og hvernig hún hefur blómstrað á þessum degi. Sérstaklega vekur það athygli mína að ýmsir af helstu orðhákum Alþingis hafa komið hingað upp afar hneykslaðir yfir orðum hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar sem er afar varfærinn og prúður þingmaður samkvæmt minni reynslu. Og hver er sökin í þessum efnum? Sökin er sú að segja að starfsmaður á vegum Vinstri grænna sé pólitískur fulltrúi í nefnd.