154. löggjafarþing — 97. fundur,  17. apr. 2024.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

1038. mál
[18:48]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð nú að þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið en ég ætla algjörlega að slá á puttana á hæstv. ráðherra hvað það varðar sem ég segi hér í ræðustóli Alþingis og hvernig minn málflutningur hér er. Hann hefur ekki dagskrárvald yfir því hvort ég stilli mínum talsmáta inn á eldhúsdagsumræður eða eitthvað annað. Ef það er ekki nógu skýrt sem kom fram í mínu tali, út um allan völl og út um víðan völl, eins og hæstv. ráðherra segir, þá vil ég einfaldlega segja: Þessi vantrauststillaga er fyrst og síðast lögð fram vegna þess að valdhafarnir í þessari ríkisstjórn hafa gengið af léttúð um það regluverk sem um þá gilda, hafa brotið stjórnsýslureglur og annað slíkt og afleiðingarnar og ábyrgðin sem hefur fylgt er engin, afleiðingarnar eru engar. Þau skipta bara um stóla og þá er allt fínt. Að axla ábyrgð er ekkert sem tekið er mark á hér í þessum æðsta ræðustól landsins eða þá á hinu háa Alþingi, ekki neitt.