Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:23]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að byrja á því að þakka hæstv. ráðherra fyrir að leggja fram þetta mikilvæga frumvarp. Mig langaði í fyrra andsvari mínu að snerta á nokkru sem kom fram akkúrat í enda framsögu hæstv. ráðherra og sem gekk út á að það sé samvinna hjá fólki sem vill eignast börn eða búa til fósturvísa. En ef ég skil lögin rétt eða frumvarpið rétt þá takmarkast þessi réttur við fólk sem er annaðhvort í sambúð eða gift. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé ekki of mikil takmörkun, sér í lagi hér á Íslandi þar sem við erum nú frekar léleg í að fara í sambúð eða gifta okkur.