154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[17:29]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég kaupi þetta ekki alveg. Það er ekkert voðalega mikið flókið sem þarf að gera annað en að leyfa fólki að fara og tala við barnaréttarnefndina. Við þurfum ekkert að gera neitt sérstakt hérna megin nema bara að klára að stimpla það inn í lögin þegar allt kemur til alls. Það eru engir sérstakir rosalegir ferlar sem þarf að bæta við hérna. Þeir eru allir til staðar í raun og veru. Það eina sem þarf er bara lögin. Þannig að ég spyr aftur: Ætlar þá ráðherra ekki að ýta á eftir blessuðum hæstv. forsætisráðherra?