3. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Páll Valur Björnsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Þingmálaskrá 144. löggjafarþings - kynning Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar mættu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri, Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri, Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Þórey Vilhjálmsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og kynntu þingmálaskrá vetrarins og svöruðu spurningum þingmanna.

2) 6. mál - lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda Kl. 09:15
Málið var áður til meðferðar hjá nefndinni á síðasta vorþingi og var því lokið með áliti. Í ljósi þess var ákveðið að leggja fram nefndarálit og leitast eftir að klára málið á næsta fundi nefndarinnar.

3) Þingmálaskrá 144. löggjafarþings - kynning Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri og Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri og kynntu þingmálaskrá vetrarins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Ekki var annað rætt.

Fundi slitið kl. 10:00