64. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 7. júní 2024 kl. 13:00


Mætt:

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) formaður, kl. 13:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ) 2. varaformaður, kl. 13:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 13:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 13:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

2) 1036. mál - ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030 Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ölmu D. Möller Landlækni, Stefaníu K. Ásbjörnsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Ágúst Elvar Bjarnason og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

3) 1131. mál - Afurðasjóður Grindavíkurbæjar Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Sunnevu Kristínu Guðjónsdóttur frá atvinnuteymi Grindavíkurbæjar, Erlu Ósk Wissler frá hópi forsvarsmanna fyrirtækja í Grindavík, Helgu Valborgu Steinarsdóttur og Ingvar J. Rögnvaldsson frá Skattinum, Sigurð Helgason frá Samtökum atvinnulífsins, Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

4) 521. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 15:00
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af meiri hluta nefndarmanna, Þórarni Inga Péturssyni, Ásmundi Friðrikssyni, Birgi Þórarinssyni, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur og Óla Birni Kárasyni.
Undir nefndarálit meiri hluta rita Þórarinn Ingi Pétursson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Óli Björn Kárason.
Gísli Rafn Ólafsson nefndarálit og og Tómas A. Tómasson boðaði nefndarálit.

Gísli Rafn Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum:
Ég mótmæli því harðlega að vera sé að taka út mál sem ekki hefur verið rætt til hlýtar innan nefndar. Mál sem að sett er á dagskrá með nokkurra mínútna fyrirvara. Ég tel að kalla hefði átt inn Fiskistofu sem gest á fund nefndarinnar áður en málið er tekið út.
Enn og aftur er meiri hluti atvinnuveganefndar að búa til lagafrumvörp sem ráðherra ætti að leggja fram. Miðað við þær fjölmörgu athugasemdir sem voru við vinnulag meiri hlutans við nefndarfrumvarp um búvörulög hefði ég vonað að nefndin bætti vinnubrögð sín. Ég legg því til að frumvarpið verði ekki afgreitt úr nefnd með slíkum flýti.

5) Önnur mál Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:10