62. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Georg Eiður Arnarson (GEA), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 61. fundar var samþykkt.

2) 920. mál - ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur og Baldur Thorlacius frá Nasdaq Iceland.

Þá kom á fund nefndarinnar Sigurður Helgason frá Samtökum atvinnulífsins.

Kl. 10:00 mættu á fund nefndarinnar Gunnar Úlfarsson og Björn Brynjúlfur Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands.

3) 705. mál - slit ógjaldfærra opinberra aðila Kl. 10:16
Hlé var gert á fundi frá 10:20 til 10:30.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Má Wolfgang Mixa.

4) 913. mál - brottfall ýmissa laga á sviði fjármálamarkaðar Kl. 09:49
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt af Teiti Birni Einarssyni, Ágústi Bjarna Garðarssyni, Diljá Mist Einarsdóttur, Guðbrandi Einarssyni, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, Steinunni Þóru Árnadóttur og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Undir nefndarálit rita: Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

5) Aðflutningsgjöld vegna innflutnings ökutækja í eigu flóttafólks frá Úkraínu Kl. 09:45
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005 (ökutæki flóttamanna frá Úkraínu).

6) Önnur mál Kl. 10:57
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00