20. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. febrúar 2018 kl. 09:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:47
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:44
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:30

Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 65. mál - stofnefnahagsreikningar Kl. 09:30
Til fundarins komu Rúnar Bjarni Jóhannsson og María Heimisdóttir frá Landspítalanum. Þau fóru yfir umsögn Landspítalans um þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 10:07
Til fundarins komu Karl Björnsson og Siguður Snævarr frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir kynntu umsögn sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Framkvæmdasjóður aldraðra Kl. 10:45
Eftirfarandi bókun var lögð fram af formanni og samþykkt án mótatkvæða:
„Ítrekaðar umræður hafa orðið í fjárlaganefnd vegna hæfis nefndarmanna til setu m.a. í stjórn framkvæmdsjóðs aldraða, í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og stjórn Fjarskiptasjóðs.
Lagt til að forseti þingsins úrskurði um málið.“

4) Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 10:48
Eftirfarandi bókun var lögð fram af formanni og samþykkt án mótatkvæða:
„Ítrekaðar umræður hafa orðið í fjárlaganefnd vegna hæfis nefndarmanna til setu m.a. í stjórn framkvæmdsjóðs aldraða, í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og stjórn Fjarskiptasjóðs.
Lagt til að forseti þingsins úrskurði um málið.“

5) Önnur mál Kl. 10:49
Fleira var ekki gert.

6) Fundargerð Kl. 10:50
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:51