47. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. mars 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerð 46. fundar samþykkt.


2) 636. mál - ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Benediktsdóttir og Þórhallur Vilhjálmsson frá landskjörstjórn og gerðu grein fyrir umsögn um orðalag og framsetningu spurninga í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



3) 366. mál - upplýsingalög Kl. 10:05
Á fundinn komu Hörður Arnarsson og Ragna Árnadóttir frá Landsvirkjun og gerðu grein fyrir umsögn Landsvirkjunar um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



4) Skýrslur Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins nr. 1 og 2. Kl. 10:51
LGeir framsögumaður málsins lagði fram drög að áliti og gerði grein fyrir því. Nefndin fjallaði um málið og ákvað að fresta til næsta fundar.


5) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Kl. 10:35
ÁI framsögumaður málsins gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði til að það yrði tekið að nýju fyrir á næsta fundi.


9) Önnur mál. Kl. 10:51
535. mál, skipun rannsóknarnefndar til að skoða starfshætti ráðuneyta og Seðlabanka Íslands.

Samþykkt að MT verði framsögumaður málsins og að senda málið til umsagnar.

Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 10:55