59. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 6. maí 2024 kl. 19:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 19:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 19:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 19:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 19:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 19:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 19:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 19:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 19:00

Ingibjörg Isaksen og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Elín Ósk Helgadóttir
Sigrún Rósa Björnsdóttir

Halla Signý Krisjánsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:00
Dagskrárlið frestað.

2) 1095. mál - framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ Kl. 19:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Aðalstein Þorsteinsson frá innviðaráðuneyti, Björn Inga Óskarsson og Drífu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti og Önnu Tryggvadóttur frá mennta- og barnamálaráðuneyti.

Einnig komu á fund nefndar Ásrún Helga Kristinsdóttir, Fannar Jónasson, Guðjón Bragason, Hallfríður Hólmgrímsdóttir og Hjálmar Hallgrímsson frá Grindavíkurbæ og Víðir Reynisson frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Gestir viku kl. 20:35 og nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til kl. 12:00 föstudaginn 10. maí og að Orri Páll Jóhannsson verði framsögumaður málsins.

3) Önnur mál Kl. 21:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 21:00