53. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 09:15


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 14:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 14:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 14:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 14:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 14:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 14:03
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 14:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 14:03

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerðir 40. - 41. fundar og 43. - 45. fundar voru samþykktar.

2) 830. mál - hafnalög Kl. 09:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði B. Eggertsdóttur og Völu Hrönn Viggósdóttur frá innviðaráðuneyti.

3) 831. mál - Náttúruverndarstofnun Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

4) 479. mál - Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið.

5) 923. mál - umferðarlög Kl. 09:55
Ákveðið var senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Ingibjörg Isaksen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 628. mál - skipulagslög Kl. 09:57
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt frá nefndinni var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Njáli Trausta Friðbertssyni, Orra Páli Jóhannssyni, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.
Andrés Ingi Jónsson sat hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Bjarni Jónsson, Ingibjörg Isaksen, Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Andrés Ingi Jónsson boðaði sérálit.

7) Önnur mál Kl. 10:02
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Andrés Ingi Jónsson, framsögumaður nefndarinnar í 21. máli - Loftslagsmál (aukinn metnaður og gagnsæi), ítrekaði beiðni sína um að málið yrði tekið á dagskrá.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:06