1. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. október 2011 kl. 08:42


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson formaður, kl. 08:42
Bjarni Benediktsson, kl. 08:42
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, kl. 08:42
Gunnar Bragi Sveinsson, kl. 08:42
Helgi Hjörvar, kl. 09:19
Mörður Árnason, kl. 08:42
Ragnheiður E. Árnadóttir, kl. 08:48
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kl. 08:48

Nefndaritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Tilnefning áheyrnarfulltrúa í utanríkismálanefnd.
Formaður greindi frá tölvubréfi Þórs Saari frá 4. október þar sem Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd sem áheyrnarfulltrúi Hreyfingarinnar í utanríkismálanefnd Í samræmi við 2. mgr. 14. gr. þingskapa.

2) Kynning á starfsreglum fastanefnda.
Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis, kynnti starfsreglur fastanefnda og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.

3) 31. mál - viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu
Nefndin tók til umfjöllunar 31. mál um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu og fékk á sinn fund Hermann Ingólfsson og Hauk Ólafsson frá utanríkisráðuneyti. Kynntu þeir efni tillögunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna. Formaður lagði til að honum yrði falið að vera ábyrgðarmaður málsins í samræmi við 27. gr. þingskapa, l. nr. 55/1991, og var það samþykkt.

4) Önnur mál.
Sigmundur Ernir Rúnarsson var forfallaður vegna þingstarfa erlendis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22