5. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 09:03


Mættir:

Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir SDG, kl. 09:08
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:03
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:03
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:03
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:16
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:03

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:03
Fundargerð síðasta fundar var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vefsvæði fastanefnda Alþingis.

2) 31. mál - viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu Kl. 09:04
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fór yfir innsendar umsagnir og gögn.

3) Önnur mál. Kl. 09:55
Minnisblaði frá utanríkisráðuneyti var dreift á fundinum með svörum við spurningum sem fram komu á fundi nefndarinnar 18. október þar sem þingmálaskrá ráðherra var kynnt.

Þá var fjallað um fyrirhugaða opna fundi.

Sigmundur Ernir Rúnarsson varaformaður stjórnaði fundinum.

Árni Þór Sigurðsson og Helgi Hjörvar voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Bjarni Benediktsson var fjarverandi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00