7. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. nóvember 2011 kl. 09:05


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:05
Amal Tamimi (AT) fyrir SER, kl. 09:17
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir SDG, kl. 09:06
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:05
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:05
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:05
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:05
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:10

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:06
Fundargerðir tveggja síðustu funda voru lagðar fram til staðfestingar og verða birtar á vefsvæði fastanefnda Alþingis.

2) 31. mál - viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu Kl. 09:07
Gestir voru Sveinn Rúnar Hauksson, Yousef Tamimi og Linda Ósk Árnadóttir frá Félaginu Ísland-Palestína og Elva Björk Barkardóttir. Gestirnir gerði grein fyrir innsendum umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 10:55
Fjallað var um skipulag opins fundar með atvinnuveganefnd og fyrirkomulag umfjöllunar um samningsafstöðu Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05