60. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 13. maí 2024 kl. 09:34


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 09:34
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 10:37
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:34
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:17
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:34
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:34
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:34
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:34

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Dagskrárlið frestað.

2) 1075. mál - húsnæðisbætur Kl. 09:34
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 864. mál - breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Rannveigu Einarsdóttur og Kristjönu Gunnarsdóttur frá Reykjavíkurborg.

4) 1075. mál - húsnæðisbætur Kl. 10:21
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Róbert Farestveit frá ASÍ og Þórarin Snorra Sigurgeirsson og Bryndísi Matthíasdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

5) 910. mál - fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi Kl. 10:38
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Róbert Farestveit frá ASÍ.

6) 1075. mál - húsnæðisbætur Kl. 10:55
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Steinunni Þóru Árnadóttur, Líneik Önnu Sævarsdóttur, Óla Birni Kárasyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, Jóhanni Páli Jóhannssyni og Guðmundi Inga Kristinssyni.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Steinunn Þóra Árnadóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Jóhann Páll Jóhannsson.

7) Önnur mál Kl. 10:56
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, framsögumaður nefndarinnar í 116. máli - umboðsmaður sjúklinga, ítrekaði beiðni sína um að málið yrði tekið á dagskrá.

Fundi slitið kl. 10:56