6. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. nóvember 2011 kl. 09:03


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:03
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) fyrir SF, kl. 09:03
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:03
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:03
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:03
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:03

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda og heimsókna. Kl. 09:03
Lögð var fram tillaga um að dagskrárliðnum yrði frestað til næsta fundar nefndarinnar. Tillagan var samþykkt.

2) Skýrsla eftirlitsnefndar með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar. Kl. 09:04 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Þórólfur Matthíasson og María Thjell frá eftirlitsnefnd með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar. Gestirnir kynntu nefndinni skýrslu sem hún skilaði efnahags- og viðskiptaráðherra 9. september sl. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) Tannlækningar barna. Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar kom Helga Ágústsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Gesturinn kynnti nefndinni stöðu tannlækninga barna á Íslandi og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 4. mál - staðgöngumæðrun Kl. 12:00
Lögð var fram tillaga um að JRG yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt án athugasemda.


5) Önnur mál. Kl. 12:05
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÁI og LGeir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
VBj vék af fundi kl. 11:00.

Fundi slitið kl. 12:05