9. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 10:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:05
Davíð Stefánsson (DSt) fyrir ÁÞS, kl. 10:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 11:28
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:30
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:35
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:05
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:05

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) Gildistaka nýs greiðsluþátttökukerfis í lyfjakostnaði. Kl. 10:06
Nefndin fjallaði um gildistöku á nýju greiðsluþátttökukerfi í lyfjakostnaði, sem mun að óbreyttu taka gildi 1. janúar nk., sbr. lög nr. 105/2012. Á fund nefndarinnar komu Andrés Magnússon og Þórbergur Egilsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda og Magnús Steinþórsson frá Félagi atvinnurekenda og Lyfjaveri. Gerðu þeir grein fyrir athugasemdum og áhyggjum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þegar gestirnir höfðu yfirgefið fundinn komu Einar Magnússon og Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 67. mál - lækningatæki Kl. 11:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Önnu Gunnarsdóttur og Örn Þorvarðarson frá Læknaráði LSH, Sigurð Benediktsson frá Tannlæknafélagi Íslands og Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins. Gerðu þau grein fyrir athugasemdum sínum vegna málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 11:55
Nefndin ákvað að senda 195. mál til umsagnar og veita 14 daga umsagnarfrest.

Fleira var ekki rætt.
UBK var fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 12:00