Samantekt um þingmál

Hollustuhættir og mengunarvarnir

287. mál á 141. löggjafarþingi.
Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Markmið

Að innleiða ESB-gerðir um umhverfismerki, loftgæði og efri losunarmörk og styrkja framkvæmd evrópska og norræna umhverfismerkisins hér á landi.

Helstu breytingar og nýjungar

Tilskipanir ESB um tiltekin loftmengunarefni og gæði andrúmslofts verða styrktar í íslenskum rétti. Einnig verða skýrðar reglur um notkun umhverfismerkisins Svansins og evrópska umhverfismerkisins Blómsins.
 

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Kostnaður og tekjur

Útgjöld aukast um 12 milljónir króna en tímabundinn stofnkostnaður í eitt ár er áætlaður um 29 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárlagafrumvarpi.

Umsagnir (helstu atriði)

Nokkrar minn háttar athugasemdir bárust, einkum frá aðilum sem voru með í ráðum við samningu frumvarpsins.

Afgreiðsla

Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun  2001/81/EB um landsbundin efri mörk losunar fyrir tiltekin loftmengunarefni (þaktilskipunin).
Tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu (loftgæðatilskipunin).

Reglugerð 66/2010 um umhverfismerki Evrópusambandsins.

Svanurinn, norræna umhverfismerkið.
Blómið, umhverfismerki ESB.

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur
Lov om vern mot forurensninger og om avfall (Forurensningsloven) LOV-1981-03-13-6.


 



Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.