Samantekt um þingmál

Húsnæðissamvinnufélög

697. mál á 144. löggjafarþingi.
Félags- og húsnæðismálaráðherra.

Markmið

Markmið frumvarpsins er að auðvelda húsnæðissamvinnufélögum að starfa á Íslandi, að auka vernd búseturéttarhafa og skýra nánar réttarstöðu þeirra, annarra félagsmanna sem og húsnæðissamvinnufélaganna sjálfra. Einnig er frumvarpinu ætlað að stuðla að sjálfbærum rekstri slíkra félaga.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að nákvæmari ákvæði verði í samþykktum húsnæðissamvinnufélaga um fjármál þeirra. Einnig er lagt til að húsnæðissamvinnufélögum verði óheimilt að kveða á um kaupskyldu á búseturétti í samþykktum sínum og búsetusamningum. Lagðar eru til breytingar sem miða að því að styrkja og skýra réttarstöðu búseturéttarhafa.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir sneru að mörgum þáttum frumvarpsins. Þótti mörgum frumvarpið almennt til bóta en að það mætti ganga lengra.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Lög á Norðurlöndum.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om andelsboligforeninger og andre boligfællesskaber   LBK nr 447 af 21/03/2015.

Noregur
Lov om burettslag (burettslagslova). LOV-2003-06-06-39.

Svíþjóð
Bostadsrättslag (1991:614).

Finnland
Lag om bostadsrättsbostäder 16.7.1990/650.


Síðast breytt 06.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.