Ferill 159. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 432 – 159. mál.



Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um mistök við læknisverk.

I.     Inngangur.
    Í tengslum við umfjöllun um mál vegna meintra mistaka við læknisverk hefur landlæknisembættið unnið eftirfarandi greinargerð um vinnslu slíkra mála. Ráðuneytið telur upp lýsandi að birta greinargerðina í heild sem inngang að svörum við fyrirspurninni:

Lög og reglugerðir.
    Ákvæði um meðferð kvartana og kæra á hendur heilbrigðisþjónustunni er að finna í 5. málsgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, og í 28. gr. laga um réttindi sjúk linga, nr. 74/1997. Í fyrrnefndu lögunum segir að landlækni sé skylt að sinna kvörtunum og kærum er varða samskipti almennings og heilbrigðisþjónustunnar. Þá eru þar ákvæði um að heimilt sé að vísa ágreiningsmálum til sérstakrar nefndar sem í eiga sæti þrír menn, tilnefndir af Hæstarétti, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Í lögunum um réttindi sjúklinga segir að athugasemdum sjúklings vegna þjónustu á heilbrigðisstofnun skuli beint til yfir stjórnar viðkomandi stofnunar. Vilji sjúklingur kvarta yfir meðferð geti hann beint kvörtun sinni til landlæknis eða nefndar um ágreiningsmál, sbr. að framan. Þar segir enn fremur að stjórn heilbrigðisstofnana sé skylt að taka til athugunar ábendingar starfsmanna sem telja að réttur sjúklinga sé brotinn. Sjúklingur skal fá skrifleg svör við athugasemdum sínum og kvörtunum eins fljótt og auðið er. Í reglugerð um landlækni og Landlæknisembættið frá 1973 er ekki kveðið nánar á um hvernig meðferð kvartana og kæra skuli háttað.
    Í erindisbréfi héraðslækna frá 1980, sem sett er samkvæmt 8. gr. laga um heilbrigðisþjón ustu, segir að héraðslæknir sinni kvörtunum og kærum er varða samskipti almennings og heilbrigðisstétta og framsendi slík mál til landlæknis telja hann það nauðsynlegt.
    Þá er þess að geta að árið 1990 var gerð breyting á 18. gr. læknalaga, nr. 53/1988, á þann veg að 2. málsgr. orðast svo: „Verði læknir í starfi sínu var við mistök eða vanrækslu að hálfu lækna eða annarra heilbrigðisstarfsmanna skal hann tilkynna það landlækni. Sama skylda hvílir á öðrum heilbrigðisstéttum og öðrum þeim sem vinna með læknum. Hljótist skaði af læknisverki skal læknir sá sem verkið vann eða yfirlæknir tilkynna það til landlæknis.“ Lögin kveða á um að ráðherra setji reglur um meðferð landlæknis á málum samkvæmt framangreindum málsgreinum, ekki hefur enn orðið af setningu slíkrar reglu gerðar. Ákvæði laganna um tilkynningarskyldu heilbrigðisstarfsmanna (annarra en yfir lækna) mun ekki eiga sér hliðstæðu í lögum nágrannalanda og hefur verið gagnrýnd af heil brigðisstarfsmönnum. Nefnd á vegum heilbrigðisráðherra starfar nú að gerð tillagna um endurskoðun á þessu ákvæði.

Meðferð kvartana og kæra hjá Landlæknisembættinu.
    Flestar kærur vegna heilbrigðisþjónustu munu berast Landlæknisembættinu, en framangreind nefnd um ágreiningsmál mun þó hafa fengið aukinn málafjölda undanfarin ár. Héraðs læknar sinna fremur fáum málum, nema helst þeir sem eru í fullu starfi, þ.e. héraðslæknirinn í Reykjavík og á Norðurlandi eystra. Þeir halda ekki sérstaka skrá yfir mál sem þeir sinna.
    Hjá Landlæknisembættinu hefur verið tölvufærð skrá um ágreiningsmál í áratug. Mála fjöldi hefur á þeim tíma aukist frá nokkrum tugum í u.þ.b. 250 mál á ári. Eru þá meðtaldar allar kvartanir og kærur, nema um mjög lítilfjörleg mál sé að ræða, sem afgreidd eru í síma. Þegar um alvarlegri mál er að ræða er alltaf óskað eftir því að viðkomandi komi til viðtals á skrifstofu embættisins eða sendi skriflega kvörtun eða kæru. Algengast er að kvörtun komi beint frá sjúklingi eða forráðamanni hans, en einnig alloft frá umboðsmanni sjúklings. Er þá oftast um að ræða ættingja eða lögfræðing.
    Hér á landi eru ekki ákveðnar reglur um hversu gamall sá atburður, sem kærður er, má vera til þess að kvörtunin sé tekin til meðferðar. Í Svíþjóð og Danmörku mega mál ekki vera eldri en tveggja ára og umhugsunarvert er hvort slíkri reglu þurfi að koma á hér, enda stund um óskað eftir athugunum á mjög gömlum málum, jafnvel áratuga gömlum.
    Þeir sem taka við kvörtunum hjá Landlæknisembættinu eru landlæknir og aðstoðarland læknir og í nokkrum tilvikum yfirhjúkrunarfræðingur.
    Eftir að kvörtun hefur borist er meðferð kvartana að jafnaði á þann veg hjá embættinu að ritað er bréf til viðkomandi yfirlæknis og óskað eftir sjúkraskrá þess sem kvartar. Jafnframt er þeim sem kvörtunin beinist að tilkynnt um hana. Eftir yfirferð gagna er oft óskað nánari greinargerðar frá þeim sem kvartað er undan. Í sumum málum er óskað greinargerðar frá sérfræðingum, einum eða fleirum. Reynt er að velja sérfræðinga þannig að þeir tengist sem minnst þeim sem kvörtunin beinist að eða þeirri stofnun sem hann vinnur hjá. Stundum er leitað umsagna erlendis. Landlæknir getur skotið málum til umsagnar læknaráðs, sem starfar samkvæmt lögum frá 1942 og reglugerð um starfsháttu læknaráðs frá nóvember sama ár. Í læknaráði eiga sæti níu læknar, flestir prófessorar í ákveðnum greinum, en auk þess formaður Læknafélags Íslands, tryggingayfirlæknir og landlæknir. Mál eru þá send til siðamáladeildar læknaráðs. Siðamáladeild vinnur upp málið, vísar því síðan til fullskipaðs læknaráðs. Þar er landlæknir sjálfur formaður, en á síðari árum hefur hann ekki tekið þátt í afgreiðslu þeirra mála sem hann hefur vísað til ráðsins. Auk siðamáladeildar starfar réttarmáladeild og heilbrigðismáladeild innan læknaráðs. Réttarmáladeild fjallar um mál frá dómstólum og kemur ekki við sögu hér né heldur heilbrigðismáladeild, sem ekki hefur fengið neitt mál til umsagnar í fjölda ára. Nafnið á siðamáladeild er misvísandi, því oftast fjallar deildin ekki um siðferðileg málefni í eiginlegum skilningi, heldur hvort faglega hafi verið staðið rétt að málum. Rétt er að taka fram að einungis fáum málum er á ári hverju vísað til læknaráðs og það er einungis ráðgefandi fyrir landlækni.
    Fáar tilkynningar berast samkvæmt 18. gr. læknalaga, um tilkynningarskyldu heilbrigðis starfsmanna, annarra en yfirlækna.

Tölvuskráning kvartana til Landlæknisembættisins.
    Skráð er nafn og aðrar persónuupplýsingar bæði um þann sem ber fram kvörtunina og þann sem kvartað er undan, hvenær mál er móttekið og með hvaða hætti. Þá er skráð hver ber ábyrgð á meðferð málsins. Við málslok er skráð dagsetning, niðurstaða embættisins og aðgerðir og hvernig þeim sem kvartaði var tilkynnt um niðurstöðu.

Úrvinnsla mála frá 1991 til nóvember 1997.
    Flokkun stofnana. Stofnanir eru flokkaðar þannig að fram koma sérstaklega þeir þættir sem óskað er eftir í fyrirspurninni, en sundurgreining er heldur meiri en þar er gert ráð fyrir. Tekið skal fram að Borgarspítali og Landakot sameinuðust í ársbyrjun 1996 undir heitinu Sjúkrahús Reykjavíkur. Landakot varð þá öldrunarsjúkrahús en þær fáu kvartanir sem skráðar eru 1996–97 eru seint fram komnar kvartanir sem eiga við Landakot sem bráða spítala, en ekki hefur verið kvartað yfir stofnunni eftir að hún varð öldrunarspítali. Þau sjúkrahús sem flokkuð er undir heitinu „önnur sjúkrahús á höfuðborgarsvæði“ eru St. Jósefsspítali í Hafnarfirði, Reykjalundur og sjúkrastofnunin Vogur á vegum SÁÁ. Flokkurinn „önnur landsbyggðarsjúkrahús“ felur í sér hin eiginlegu landsbyggðarsjúkrahús utan FSA sem er flokkað sérstaklega og einnig Heilsustofnun NLFÍ. „Stofur heimilislækna“ eru stofur sjálfstætt starfandi heimilislækna í Reykjavík (um 20 talsins) en flokkurinn „heilsugæslu stöðvar“ tekur yfir heilbrigðisstarfsfólk á öllum heilsugæslustöðvum, hvort heldur á höfuð borgarsvæðinu eða utan þess (læknar um 160 auk annars starfsfólks). Flokkurinn „stofur sérfræðilækna“ vísar í flestum tilvikum til stofa sérfræðilækna en í undantekningartilvikum er um að ræða stofur sjúkraþjálfara, sálfræðinga eða annarra.
    Flokkun tilefna gefur til kynna hvers vegna kvörtun kom fram óháð afgreiðslu. Bent skal á að heildarfjöldi tilefna er meiri en heildarfjöldi mála, þar sem tilefni kvartana geta verið fleiri en eitt í hverju máli. Þannig er heildarfjöldi kvartana vegna allra mála 1.481, heildar fjöldi tilefna 1.546. Flokkun tilefna þarf lítilla skýringa við. Þó skal nefnt að flokkurinn „áfengi/lyfjanotkun“ á við kvartanir um misnotkun hjá heilbrigðisstarfsmönnum. Í raun eru afskipti af slíkum málum nokkru fleiri en hér koma fram, þar sem stundum berst slík vitneskja til landlæknis eftir öðrum leiðum en beinum kvörtunum og fellur þá undir annan málaflokk hjá embættinu (eftirlit samkvæmt læknalögum). Einnig er flokkurinn skottulækn ingar í reynd umfangsmeiri en hér kemur fram, þar sem hér er einkum átt við þau tilvik þegar heilbrigðisstarfsmenn fara út fyrir verksvið sitt. Skottulækningar almennings koma hér síður fram. Í flokkinn „annað“ falla hjúkrunarheimili, læknar Tryggingastofnunar ríkisins, fangelsislæknar og trúnaðarlæknar fyrirtækja, svo og kvartanir sem beinast að mörgum stofnunum eða heilbrigðiskerfinu í heild.
    Flokkun niðurstaðna skýrir sig að mestu leyti sjálf. Stundum er erfitt að fá fram niðurstöðu í málum, t.d. þegar fyrir hendi eru samskiptaörðugleikar þar sem orð stendur gegn orði. Einnig kemur fyrir að fólk vill ekki standa við kvörtun sína eftir að hún kemur fram eða dregur hana til baka af öðrum orsökum.
    Flokkun aðgerða. Aðgerðir landlæknis vegna brots eru háðar því hversu alvarlegt brotið er að mati landlæknis. Ekki er til neinn algildur mælikvarði á það. Vægasta aðgerð er ábending. Aðfinnsla er í raun áminning landlæknis vegna brots sem hann telur alvarlegt, en ekki þess eðlis að það flokkist undir áminningu samkvæmt læknalögum, sem eru alvarlegustu viðurlög. Þá getur landlæknir lagt til við ráðherra að læknir verði sviptur lækningaleyfi, en það gerist sjaldan á grundvelli einnar kvörtunar. Á tímbilinu sem hér um ræðir hefur fimm sinnum verið gerð tillaga um sviptingu lækningaleyfis að hluta til eða að öllu leyti og þá vegna ítrekaðra brota. Því koma þau tilvik síður fram þegar skoðuð eru viðurlög við einstökum kvörtunum eins og hér er gert.
    Heildarfjöldi kvartana og kærumála sem embættinu hafa borist árin 1988–96 er sýndur á mynd 1. Tafla 1 sýnir öll kvörtunarmál og kærur sem embættinu bárust frá og með árinu 1991 til 15. nóvember 1997. Fyrirspyrjandi óskar hins vegar sérstaklega eftir upplýsingum um kvartanir vegna meintra mistakamála. Til þeirra mála heyrir röng sjúkdómsgreining ásamt rangri eða ófullnægjandi meðferð og eftirliti. Þetta er stærsti einstaki flokkur mála sem berst embættinu eða um það bil helmingur af heildarfjölda, eins og sést á töflu 2 þar sem mál eru flokkuð eftir tilefni kvartana. Meint mistakamál samkvæmt framangreindri skilgreiningu eru sýnd í töflu 3 og skipting þeirra eftir stofnunum. Næststærsti flokkurinn er samskipta erfiðleikar. Rétt þótti einnig að sýna skiptingu þeirra mála á sama hátt og er það gert í töflu 4. Tafla 5 sýnir hver niðurstaðan var af athugun allra mála í flokki kvartana og kæra, en tafla 6 sýnir nánar niðurstöður mistakamála og tafla 7 niðurstöður samskiptamála. Á sama hátt sýnir tafla 8 aðgerðir landlæknis í öllum málum, tafla 9 aðgerðir í mistakamálum og tafla 10 aðgerðir landlæknis vegna samskiptaörðugleika sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks.

Lokaorð.
    Landlæknisembættið er sá aðili sem afgreiðir langflestar kvartanir og kærur í heilbrigðisþjónustu, en málum nefndar um ágreiningsmál mun hafa fjölgað undanfarin ár. Málafjöldi hjá Landlæknisembættinu jókst hröðum skrefum til ársins 1995 en heldur hefur dregið úr skráðum fjölda eftir það og eru þau nú 200–250 á ári. Í skiptingu eftir stofnunum er fátt sem kemur á óvart. Af einstökum stofnunum eru kvartanir flestar á hendur Landspítala og Borgar spítala (Sjúkrahúss Reykjavíkur) eða um 37%, en um 45% af heildarfjölda meintra mistaka mála beinast gegn þeim stofnunum. Eðli málsins samkvæmt eru það einnig að jafnaði þau mál sem afdrifaríkust eru.
    Fjölgun mála síðastliðinn áratug á sér vafalaust margar skýringar. Í fyrsta lagi má vera að skráning sé orðin nákvæmari en áður. Í öðru lagi að fólk er orðið menntaðra og meðvit aðra um rétt sinn og álítur ekki lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn óskeikula. Meiri kröfur eru gerðar um að þeir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn standi skil á gjörðum sínum. Í þriðja lagi má nefna að heilbrigðisþjónustan er orðin flóknari og tæknivæddari en áður og fleiri starfsmenn vinna að máli hvers sjúklings. Hættan eykst á því að eitthvað fari úrskeiðis í sam spili allra þessara aðila. Oft eru það mál af því tagi sem valda hvað mestu tjóni. Þar sem margir taka þátt í meðferð sjúklings þarf að setja skýrar vinnureglur til að hindra að slíkt gerist. Þá er ekki síður mikilvægt að eftirlit sé með því að reglum sé framfylgt.
    Hér á landi hefur tíðkast að sami aðili sjái um flestar kvartanir og kærur og hafi jafnframt eftirlit með starfseminni. Sumum kann að þykja orka tvímælis að þetta sé á sömu hendi. Það hefur hins vegar verulega kosti og veitir eftirlitsaðilanum góða innsýn í það sem miður fer, en markmiðið með umfjöllun embættisins er tvíþætt, annars vegar að aðstoða sjúkling við að ná fram rétti sínum, hins vegar að greina orsök mistaka og leitast við að hindra að þau endurtaki sig.

II. Svar við fyrirspurn.
1.      Hversu margar kærur hafa borist frá sjúklingum til landlæknisembættisins vegna meintra mistaka lækna á árunum 1990 til og með 1997:
       a.      á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu, skipt niður á ár og stofnanir,
       b.      á sjúkrahúsum utan höfuðborgarsvæðisins, skipt niður á ár og stofnanir,
       c.      á heilsugæslustöðvum, skipt niður á ár,
       d.      á einkareknum læknastofum, skipt niður á ár og stofur?

Mynd 1. Þróun fjölda kvartana og kærumála hjá Landlæknisembættinu 1988–96.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




5























Landlæknisembættið, nóvember 1997.

Tafla 1. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Öll mál, flokkuð eftir stofnunum.
Stofnun 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Landspítali
29 35 45 48 68 36 39 300
Borgarspítali / SR
23 26 40 41 42 42 34 248
Landakotsspítali
3 7 2 2 4 7 2 27
Önnur sjúkrahús á höfuðborgarsvæði
1 6 7 8 5 7 2 36
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
4 3 5 9 3 10 8 42
Önnur landsbyggðarsjúkrahús
13 11 15 13 14 19 6 91
Heilsugæslustöðvar
24 23 22 28 33 28 27 185
Stofur heimilislækna
4 4 6 2 12 8 4 40
Stofur sérfræðinga
16 26 23 36 18 18 19 156
Læknavakt
3 3 4 8 1 4 1 24
Tannlæknastofur
4 5 8 2 9 5 3 36
Annað
32 29 43 59 52 54 27 296
Alls
156 178 220 256 261 238 172 1.481


Tafla 2. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Öll mál, flokkuð eftir tilefni kvartana.
Tilefni 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Meint mistök
61 94 124 143 129 119 80 750
Samskiptaerfiðleikar
19 15 25 24 28 25 27 163
Samskiptaerfiðl. heilbrigðisstarfsm.
6 0 3 4 2 5 1 21
Aðgengi að þjónustu
15 20 25 14 23 27 16 140
Ófullnægjandi upplýsingar
3 3 4 4 6 7 3 30
Trúnaðarbrot
6 5 10 8 5 4 1 39
Læknisvottorð
12 20 17 21 18 11 17 116
Sjúkraskrá
6 7 6 13 22 8 15 77
Áfengis- eða lyfjanotkun
1 2 4 4 0 2 1 14
Örorkumat
2 3 5 5 6 6 10 37
Skottulækningar
2 3 3 5 6 6 1 26
Óljósar / órökstuddar kvartanir
2 5 1 13 11 18 4 54
Önnur atriði
11 13 7 13 12 14 9 79
Alls
146 190 234 271 268 252 185 1.546


Tafla 3. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Meint mistakamál flokkuð eftir stofnunum.
Stofnun 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Landspítali
16 24 25 31 41 20 23 180
Borgarspítali / SR
13 16 31 25 27 30 18 160
Landakotsspítali
2 4 1 2 2 6 2 19
Önnur sjúkrahús á höfuðborgarsvæði
0 2 5 4 3 3 0 17
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
2 2 5 6 2 9 6 32
Önnur landsbyggðarsjúkrahús
7 10 11 10 10 13 2 63
Heilsugæslustöðvar
7 7 10 16 15 11 12 78
Stofur heimilislækna
1 2 2 0 5 2 3 15
Stofur sérfræðinga
6 12 13 26 9 11 5 82
Læknavakt
2 2 3 6 1 1 1 16
Tannlæknastofur
1 3 8 2 6 3 2 25
Annað
4 10 10 15 8 10 6 63
Alls
61 94 124 143 129 119 80 750

Tafla 4. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Samskiptaerfiðleikar sjúklinga við heilbrigðisstarfsmenn. Mál flokkuð eftir stofnunum.     
Stofnun 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Landspítali
4 3 5 8 5 4 6 35
Borgarspítali / SR
4 1 7 2 3 1 6 24
Landakotsspítali
1 1 1 0 0 1 0 4
Önnur sjúkrahús á höfuðborgarsvæði
0 1 1 2 0 2 1 7
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
1 0 0 0 1 0 0 2
Önnur landsbyggðarsjúkrahús
1 0 0 1 3 0 0 5
Heilsugæslustöðvar
3 2 1 2 3 8 7 26
Stofur heimilislækna
2 2 3 1 4 4 0 16
Stofur sérfræðinga
1 3 3 4 1 1 3 16
Læknavakt
1 0 0 1 0 1 0 4
Tannlæknastofur
0 2 0 0 2 0 0 4
Annað
0 0 4 3 6 3 4 20
Alls
19 15 25 24 28 25 27 163


Tafla 5. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Öll mál, flokkuð eftir niðurstöðum.
Niðurstaða 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Kvörtun staðfest
44 64 53 67 75 60 40 403
Staðfest að hluta
7 6 20 19 27 21 5 105
Ekki staðfest
54 59 76 124 99 104 48 564
Ekki afgerandi niðurstaða
44 34 51 29 40 29 25 252
Ekki frekari úrvinnsla
7 15 21 16 19 19 9 106
Í vinnslu
0 0 0 1 1 4 45 51
Alls
156 178 221 256 261 237 172 1.481


Tafla 6. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Meint mistök, mál flokkuð eftir niðurstöðum.
Niðurstaða 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Kvörtun staðfest
16 31 28 37 40 31 17 200
Staðfest að hluta
3 3 20 10 17 8 2 63
Ekki staðfest
30 39 52 80 52 58 26 337
Ekki afgerandi niðurstaða
10 14 14 9 13 9 3 72
Ekki frekari úrvinnsla
2 7 10 6 6 9 4 44
Í vinnslu
0 0 0 1 0 4 28 33
Alls
61 94 124 143 128 119 80 749


Tafla 7. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997. Samskiptaerfiðleikar sjúklinga við heilbrigðisstarfsmenn. Flokkað eftir niðurstöðum.
Niðurstaða 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Kvörtun staðfest
6 4 5 7 3 4 7 36
Staðfest að hluta
3 0 1 1 2 3 2 12
Ekki staðfest
3 6 6 9 14 8 5 51
Ekki afgerandi niðurstaða
6 4 10 2 5 6 6 39
Ekki frekari úrvinnsla
1 1 3 5 3 4 1 18
Í vinnslu
0 0 0 0 1 0 6 7
Alls
19 15 25 24 28 25 27 163



Tafla 8. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Öll mál, flokkuð eftir aðgerðum landlæknis við málslok.
Aðgerð 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Engin aðgerð
90 97 124 167 159 145 72 854
Ábending
41 54 77 52 60 57 33 374
Aðfinnsla
8 18 12 29 32 29 19 147
Áminning
3 5 5 6 2 1 0 22
Tillaga að leyfissviptingu
0 2 0 0 0 0 0 2
Annað
14 2 2 1 7 2 3 31
Í vinnslu
0 0 0 1 1 4 45 51
Alls
156 178 220 256 261 238 172 1.481


Tafla 9. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Mistakamál, flokkuð eftir aðgerðum landlæknis við málslok.
Aðgerð 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Engin aðgerð
38 55 71 95 74 78 33 444
Ábending
15 20 44 21 27 15 7 149
Aðfinnsla
4 14 6 21 20 21 12 98
Áminning
2 4 3 5 2 0 0 16
Tillaga að leyfissviptingu
0 1 0 0 0 0 0 1
Annað
2 0 0 0 5 1 0 8
Í vinnslu
0 0 0 1 0 4 28 33
Alls
61 94 124 143 128 119 80 749


Tafla 10. Kvartanir og kærur til landlæknis 1. janúar 1991 til 15. nóvember 1997.
Samskiptaerfiðleikar sjúklinga við heilbrigðisstarfsmenn, flokkað eftir aðgerðum landlæknis við málslok.
Aðgerð 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls
Engin aðgerð
9 10 16 15 22 15 9 96
Ábending
7 4 9 5 2 10 9 46
Aðfinnsla
2 1 0 4 3 0 2 12
Áminning
0 0 0 0 0 0 0 0
Tillaga að leyfissviptingu
0 0 0 0 0 0 0 0
Annað
1 0 0 0 0 0 1 2
Í vinnslu
0 0 0 0 1 0 6 7
Alls
19 15 25 24 28 25 27 163

2.      Hversu margar kærur hafa átt við rök að styðjast?
3.      Hversu margir hafa fengið bætur vegna læknamistaka og um hvaða upphæðir er að ræða í hverju tilviki, skipt niður á ár?

    Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns hafa á árunum 1990–97 verið greiddar bætur fyrir læknamistök að fjárhæð 74.393.598 kr. og skiptast þær þannig á milli ára:


Ár Bótamál / dómsmál Fjöldi mála Fjárhæð
1990 Bótamál 1 7.656.935
1991 Bótamál 1 12.692.752
1992 0
1993 Bótamál 3 2.184.805
1993 Dómsmál 1 939.677
1994 Bótamál 1 5.259.319
1995 Bótamál 3 11.977.784
1996 Bótamál 3 11.988.799
1996 Dómsmál 2 1.987.478
1997 Bótamál 2 16.381.945
1997 Dómsmál 1 3.324.104

Samtals 18 74.393.598

    Hinn 27. október á þessu ári voru rekin fimm mál af þessu tagi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þessu til viðbótar eru rekin tvö dómsmál vegna greiðslu til foreldra barns, en fyrr á árinu var gengið frá uppgjöri á bótagreiðslu til barnsins sjálfs og er það innifalið í framan greindri upptalningu. Hjá embætti ríkislögmanns eru að auki til meðferðar níu bótakröfur vegna meintra læknamistaka og hefur embættið viðurkennt bótaskyldu í sex þeirra.

4.      Hefur ráðherra í hyggju að beita sér fyrir því að settar verði reglur er bæta réttarstöðu sjúklinga sem sannanlega hafa borið skaða af mistökum lækna og auðvelda þeim sem telja sig hafa orðið fyrir slíkum skaða að sækja mál sitt? Ef svo er hvenær má þá vænta þeirra?
    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sinnir daglega á einhvern hátt málum sem miða að því að bæta réttarstöðu sjúklinga. Hvað varðar réttarstöðu sjúklinga sem sannanlega hafa borið skaða af mistökum lækna og aðgerðir til að auðvelda þeim sem telja sig hafa orðið fyrir slíkum skaða að sækja mál sitt ber einkum að nefna eftirfarandi atriði:

    Lög nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga.
    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lagði á 121. löggjafarþingi fram frumvarp til laga um réttindi sjúklinga, sbr. lög um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, sem öðluðust gildi þann 1. júlí sl. Í lögunum eru m.a. ákvæði sem sett voru vegna ábendinga sem fram komu í viðtölum við fulltrúa sjúklinga og þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir mistökum lækna eða annarra heilbrigðisstarfsmanna. Lögin í heild og umræður í tilefni af setningu þeirra meðal heil brigðisstarfsmanna og þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hafa tvímælalaust bætt réttar stöðu sjúklinga. Varðandi réttarstöðu þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af mistökum lækna skal sérstaklega bent á 4. gr. laganna, er fjallar um aðgang að upplýsingum um réttindi sjúklinga, 14. gr., um aðgang að sjúkraskrám, og 28. gr., um farveg athugasemda og kvartana sem sjúklingar hafa fram að færa.

    Frumvarp til laga um sjúklingatryggingu.
    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið undirbýr nú frumvarp til laga um sjúklingatryggingu sem ráðgert er að leggja fram á 122. löggjafarþingi. Frumvarpið mun fela í sér víðtækari rétt til sjúklingatryggingar en núgildandi lagaákvæði fela í sér. Í f-lið 24. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, er kveðið á um slysatryggingu sjúklinga sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum sem starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og heilsutjónið eða örorkan er vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks sem starfar á þessum stofnunum. Ákvæðið hefur ekki verið talið tryggja nægilega réttarstöðu þeirra sem undir það falla og því hefur um nokkurra mánaða skeið verið unnið að undirbúningi nýrra heildarlaga um sjúklingatryggingu og verður löggjöf annars staðar á Norðurlöndum m.a. höfð til hliðsjónar í því starfi.

    Nefnd sem fjallar um reglur um meðferð landlæknis á tilkynningarmálum um vanrækslu eða mistök af hálfu heilbrigðisstarfsmanna, sbr. 18. gr. læknalaga, nr. 53/1988.
    Nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, sem unnið hefur að gerð reglna um meðferð landlæknis á tilkynningarmálum um vanrækslu eða mistök af hálfu heilbrigðis starfsmanna, sbr. 18. gr. læknalaga, nr. 53/1988, mun skila ráðherra tillögum að breytingu á 18. gr. læknalaga og drögum að reglugerð fyrir árslok 1997. Nefndin hefur kynnt sér stöðu þessara mála annars staðar á Norðurlöndum og mun m.a. gera tillögur um það hvernig fjalla skuli um tilkynningar á meintum mistökum heilbrigðisstarfsmanna og rannsóknir á þeim. Ráðherra mun fjalla um tillögur nefndarinnar og taka síðan afstöðu til hugsanlegrar laga breytingar og/eða reglugerðarsetningar um þetta efni.

    Eflt starf nefndar um ágreiningsmál skv. 5. gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjón ustu.

    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra beitti sér fyrir því að starf nefndar um ágreinings mál, sem starfar samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, væri eflt. Um er að ræða nefnd sem einstaklingar geta vísað til ágreiningsmálum um heilbrigðisþjón ustu. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum, tilnefndum af Hæstarétti. Enginn nefndarmanna má vera starfsmaður í heilbrigðisþjónustunni og einn skal vera embættisgengur lögfræðingur. Í dag sitja í nefndinni, auk lögfræðings, læknir og hjúkrunarfræðingur sem ekki starfa við heilbrigðisþjónustu. Nefndin hefur mikilvægu hlutverki að gegna og fjallar á ári hverju um fjölda mála. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákvað að styrkja starfsemi nefndarinnar og gera henni kleift að ráða sérstakan starfsmann svo að flýta megi umfjöllun mála fyrir nefndinni. Samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu gerir nefndin ráðherra árlega grein fyrir þeim kvörtunum sem borist hafa og afdrifum mála. Ráðherra mun í ljósi fenginnar reynslu meta hvort ástæða sé til þess að styrkja starfsemi nefndarinnar enn frekar.