Ferill 113. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 123  —  113. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu viðbótarsamnings við samning um flutning dæmdra manna.

(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd viðbótarsamning við samning frá 21. mars 1983 um flutning dæmdra manna sem gerður var í Strassborg 18. desember 1997.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á viðbótarsamningi við samning frá 21. mars 1983 um flutning dæmdra manna sem gerður var í Strassborg 18. desember 1997. Viðbótarsamningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögunni.
    Samningurinn um flutning dæmdra manna, sem gerður var í Strassborg 21. mars 1983 á vegum Evrópuráðsins, var undirritaður fyrir Íslands hönd 19. september 1989 og fullgiltur 6. ágúst 1993. Samningurinn öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 1. desember 1993. Með lögum um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma, nr. 56/1993, voru lögfest ákvæði til þess að fullnægja skuldbindingum samkvæmt samningnum.
    Megintilgangur samningsins um flutning dæmdra manna er að gera fullnustu refsingar mögulega í öðru ríki en þar sem hún er ákveðin. Að baki samningnum búa þau mannúðarsjónarmið að gera dómþola kleift að afplána refsingu í heimalandi sínu og jafnframt það sjónarmið að á þann veg sé fremur unnt að stuðla að félagslegri endurhæfingu hans og búa hann undir að koma út í þjóðfélagið á ný. Samkvæmt samningnum getur dæmdur maður látið í ljós ósk um að verða fluttur til annars samningsríkis til að afplána refsingu sína. Einnig geta bæði dómsríki og fullnusturíki lagt fram ósk þar að lútandi. Skilyrði eru sett fyrir flutningi og er mikilvægast þeirra að dómþoli sé ríkisborgari fullnusturíkis. Enn fremur gildir það skilyrði að dómur sé endanlegur og að dómþoli eigi eftir að afplána a.m.k. sex mánuði þegar beiðni er lögð fram. Frá þessu er þó unnt að víkja. Þá gildir það ófrávíkjanlega skilyrði að hinn dæmdi eða, ef við á, löglegur fyrirsvarsmaður hans samþykki flutning. Loks verður sú athöfn eða það athafnaleysi, sem dæmt var fyrir, að vera refsivert samkvæmt lögum fullnusturíkis og bæði dómsríki og fullnusturíki að samþykkja flutninginn.
    Markmiðið með viðbótarsamningnum við samninginn um flutning dæmdra manna er að gera flutning á fullnustu dóms mögulegan í tveimur tilvikum: Annars vegar þegar dómþoli leitast við að komast hjá fullnustu eða frekari fullnustu með því að flýja til landsvæðis þegnríkisins áður en hann hefur afplánað dóminn. Þetta hefði í flestum tilvikum þær afleiðingar að dómur yrði ekki fullnustaður. Hins vegar þegar dómur eða stjórnvaldsákvörðun, sem leiðir af honum, felur í sér ákvörðun um brottvísun eða flutning dómþola úr landi að fullnustu lokinni. Í báðum þessum tilvikum er gert ráð fyrir að unnt sé að flytja fullnustu dóms án samþykkis dómþola.
    Hinn 17. september 1999 höfðu alls 16 ríki undirritað viðbótarsamninginn, þar á meðal Ísland, og eitt ríki, Makedónía, fullgilt hann. Hann öðlast gildi þegar þrjú ríki hafa fullgilt hann.
    Í 67.–69. gr. Schengen-samningsins frá 1990 eru áþekk ákvæði og í viðbótarsamningnum við samning um flutning dæmdra manna. Dómsmálaráðuneytið hefur í undirbúningi lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma, nr. 56/1993, til þess að unnt verði að fullnægja skuldbindingum samkvæmt nefndum ákvæðum Schengen-samningsins. Breytingar þessar miða einnig að því að gera kleift að fullgilda viðbótarsamninginn sem hér um ræðir.



Fylgiskjal.


VIÐBÓTARSAMNINGUR
við samning um flutning
dæmdra manna.


Formáli.


    Aðildarríki Evrópuráðsins og önnur ríki sem undirritað hafa viðbótarsamning þennan,

    vilja auðvelda framkvæmd samningsins um flutning dæmdra manna er lagður var fram til undirritunar í Strassborg 21. mars 1983 (hér eftir nefndur „samningurinn“) og einkum fylgja eftir viðurkenndum markmiðum hans um að stuðla að réttlæti og félagslegri endurhæfingu dæmdra manna,


    er ljóst að mörg ríki geta ekki framselt eigin ríkisborgara,

    telja æskilegt að auka við samninginn í tilteknum atriðum og

    hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

1. gr.
Almenn ákvæði.

    1. Orð og orðtök, sem notuð eru í þessum viðbótarsamningi, skal túlka á sama veg og í samningnum.

    2. Ákvæði samningsins skulu eiga við að því marki sem þau eru samrýmanleg ákvæðum þessa viðbótarsamnings.

2. gr.

Menn sem flúið hafa dómsríki.

    1. Þegar ríkisborgari aðila, sem hlotið hefur endanlegan dóm á landsvæði annars aðildarríkis, leitast við að komast hjá fullnustu eða frekari fullnustu dómsins í dómsríkinu með því að flýja til landsvæðis fyrrnefnds aðila áður en hann hefur afplánað dóminn getur dómsríkið óskað eftir því að hinn aðilinn taki yfir fullnustu dómsins.

    2. Að beiðni dómsríkisins getur fullnusturíkið, áður en fylgiskjöl með beiðni hafa borist eða áður en tekin hefur verið ákvörðun um beiðni, handtekið dómþola eða gert hverja aðra ráðstöfun til að tryggja að dómþoli verði áfram á landsvæði þess þar til tekin hefur verið ákvörðun um beiðni. Beiðnir um bráðabirgðaráðstafanir skulu hafa að geyma upplýsingar sem um getur í 3. mgr. 4. gr. samningsins. Staða dómþola með tilliti til refsifullnustu skal ekki vera lakari vegna þess tíma sem hann hefur verið í haldi á grundvelli þessarar málsgreinar.

    3. Ekki þarf samþykki dómþola vegna flutnings á fullnustu dóms.


3. gr.
Dómþolar sem á að vísa eða flytja úr landi.


    1. Samkvæmt beiðni dómsríkisins getur fullnusturíkið, samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, fallist á flutning dómþola án samþykkis hans þegar dómur á hendur honum eða stjórnvaldsákvörðun, sem leiðir af dómi, felur í sér ákvörðun um brottvísun, flutning úr landi eða aðra ráðstöfun sem leiðir til þess að viðkomandi dómþola er óheimilt að dveljast lengur á landsvæði dómsríkisins þegar honum er sleppt úr fangelsi.


    2. Fullnusturíkið skal ekki veita samþykki sitt skv. 1. mgr. án þess að taka til athugunar afstöðu dómþola.

    3. Við beitingu þessarar greinar skal dómsríkið láta fullnusturíkinu í té:

     a.      yfirlýsingu um afstöðu dómþola til væntanlegs flutnings hans og

     b.      afrit af ákvörðun um brottvísun, flutning eða hverri annarri ákvörðun sem hefur þau áhrif að dómþola er óheimilt að dveljast lengur á landsvæði dómsríkisins þegar honum er sleppt úr fangelsi.
    4. Ekki skal sækja til sakar mann sem fluttur er samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, dæma hann eða hafa í haldi til fullnustu dóms eða ákvörðunar um frjálsræðissviptingu vegna einhvers annars brots en liggur til grundvallar dómi til fullnustu og framið var fyrir flutning dómþola, eða skal frelsi dómþola af öðrum ástæðum skert nema í eftirfarandi tilvikum:


     a.      þegar dómsríkið heimilar: beiðni um heimild skal leggja fram og henni fylgja öll viðeigandi skjöl og staðfest endurrit hvers kyns framburðar sakfellds manns; heimild ber að veita þegar brotið, sem beiðni varðar, mundi sjálft geta leitt til framsals að lögum dómsríkisins eða þegar framsal væri útilokað eingöngu vegna þyngdar refsingar;


     b.      þegar dómþoli, sem hefur haft tækifæri til að fara frá landsvæði fullnusturíkisins, hefur ekki gert það innan 45 daga frá því hann var endanlega látinn laus eða ef hann hefur komið aftur á landsvæðið eftir að hafa yfirgefið það.
    5. Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. getur fullnusturíkið gripið til allra nauðsynlegra ráðstafana að eigin lögum, þar á meðal höfðað mál að sakborningi fjarstöddum, til að koma í veg fyrir hvers kyns réttaráhrif fyrningar.
    6. Samningsríki getur með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins gefið til kynna að það muni ekki taka yfir fullnustu dóms við þær aðstæður sem lýst er í þessari grein.


4. gr.
Undirritun og gildistaka.

    1. Viðbótarsamningur þessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu aðildarríkja Evrópuráðsins og annarra ríkja sem undirritað hafa samninginn. Hann skal vera háður fullgildingu, staðfestingu eða samþykki. Undirritunarríki getur ekki fullgilt, staðfest eða samþykkt viðbótarsamninginn nema það hafi áður eða samtímis fullgilt, staðfest eða samþykkt samninginn. Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til vörslu.
    2. Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi fyrsta dag þess mánaðar sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá afhendingu þriðja skjalsins um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki.
    3. Að því er varðar ríki, sem undirritar viðbótarsamning þennan en afhendir síðar skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu, öðlast viðbótarsamningurinn gildi fyrsta dag þess mánaðar sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá afhendingu skjalsins.

5. gr.
Aðild.

    1. Ríki, sem ekki á aðild að Evrópuráðinu en hefur gerst aðili að samningnum, getur gerst aðili að viðbótarsamningi þessum eftir gildistöku hans.
    2. Að því er varðar ríki, sem gerist aðili að viðbótarsamningnum, öðlast hann gildi fyrsta dag þess mánaðar sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðildarskjal er afhent til vörslu.


6. gr.
Landsvæði er viðbótarsamningurinn tekur til.

    1. Við undirritun viðbótarsamnings þessa, eða þegar skjal um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild er afhent til vörslu, getur ríki tilgreint það landsvæði eða þau landsvæði sem viðaukasamningurinn skal taka til.
    2. Samningsríki getur hvenær sem er síðar, með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, fært gildi viðbótarsamningsins út til annars landsvæðis sem er nánar tilgreint í yfirlýsingunni. Að því er slíkt landsvæði varðar öðlast viðbótarsamningurinn gildi fyrsta dag þess mánaðar sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjórinn tekur við slíkri yfirlýsingu.

    3. Yfirlýsingar, sem gefnar eru skv. 1. og 2. mgr., má, með tilkynningu til aðalframkvæmdastjórans, afturkalla með tilliti til hvaða landsvæðis sem er sem tilgreint hefur verið í slíkri yfirlýsingu. Afturköllunin öðlast gildi fyrsta dag þess mánaðar sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjórinn tekur við slíkri tilkynningu.


7. gr.
Gildistími.

    Viðbótarsamningi þessum skal beitt um fullnustu refsinga hvort sem þær hafa verið dæmdar fyrir eða eftir gildistöku hans.

8. gr.
Uppsögn.

    1. Samningsríki getur hvenær sem er, með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, sagt upp viðbótarsamningi þessum.
    2. Slík uppsögn skal öðlast gildi fyrsta dag þess mánaðar sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjórinn tekur við slíkri tilkynningu.
    3. Viðbótarsamningur þessi skal þó áfram gilda um fullnustu refsinga þeirra manna sem fluttir hafa verið bæði samkvæmt ákvæðum samningsins og þessa viðbótarsamnings fyrir gildistökudag uppsagnarinnar.
    4. Uppsögn samningsins leiðir sjálfkrafa til uppsagnar viðbótarsamnings þessa.


9. gr.
Tilkynningar.

    Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal tilkynna aðildarríkjum þess, öllum ríkjum sem hafa undirritað samninginn, öllum ríkjum sem eiga aðild að samningnum og öllum öðrum ríkjum, sem hefur verið boðin aðild að samningnum, um:
     a.      sérhverja undirritun;
     b.      afhendingu sérhvers skjals um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild;
     c.      sérhvern gildistökudag viðbótarsamnings þessa skv. 4. og 5. gr.;
     d.      sérhverja aðra aðgerð, yfirlýsingu, tilkynningu eða orðsendingu sem varðar viðbótarsamning þennan.

    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað viðbótarsamning þennan.

    Gjört í Strassborg 18. desember 1997 á ensku og frönsku, í einu eintaki sem varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðsins, og eru báðir textar jafngildir. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda staðfest endurrit til sérhvers aðildarríkis Evrópuráðsins, til annarra ríkja sem undirritað hafa samninginn og til sérhvers ríkis sem boðin er aðild að honum.


ADDITIONAL PROTOCOL
to the Convention on the Transfer
of Sentenced Persons

Preamble


    The member States of the Council of Europe, and the other States signatory to this Protocol,

    Desirous of facilitating the application of the Convention on the Transfer of Sentenced Persons opened for signature at Strasbourg on 21 March 1983 (hereinafter referred to as “ the Convention” ) and, in particular, pursuing its acknowledged aims of furthering the ends of justice and the social rehabilitation of sentenced persons;

    Aware that many States cannot extradite their own nationals;

    Considering it desirable to supplement the Convention in certain respects,

    Have agreed as follows:

Article 1
General provisions

    1. The words and expressions used in this Protocol shall be interpreted within the meaning of the Convention.
    2. The provisions of the Convention shall apply to the extent that they are compatible with the provisions of this Protocol.

Article 2
Persons having fled from the sentencing State

    1. Where a national of a Party who is the subject of a sentence imposed in the territory of another Party as a part of a final judgment, seeks to avoid the execution or further execution of the sentence in the sentencing State by fleeing to the territory of the former Party before having served the sentence, the sentencing State may request the other Party to take over the execution of the sentence.
    2. At the request of the sentencing State, the administering State may, prior to the arrival of the documents supporting the request, or prior to the decision on that request, arrest the sentenced person, or take any other measure to ensure that the sentenced person remains in its territory, pending a decision on the request. Requests for provisional measures shall include the information mentioned in paragraph 3 of Article 4 of the Convention. The penal position of the sentenced person shall not be aggravated as a result of any period spent in custody by reason of this paragraph.
    3. The consent of the sentenced person shall not be required to the transfer of the execution of the sentence.

Article 3
Sentenced persons subject to an expulsion or deportation order

    1. Upon being requested by the sentencing State, the administering State may, subject to the provisions of this Article, agree to the transfer of a sentenced person without the consent of that person, where the sentence passed on the latter, or an administrative decision consequential to that sentence, includes an expulsion or deportation order or any other measure as the result of which that person will no longer be allowed to remain in the territory of the sentencing State once he or she is released from prison.
    2. The administering State shall not give its agreement for the purposes of paragraph 1 before having taken into consideration the opinion of the sentenced person.
    3. For the purposes of the application of this Article, the sentencing State shall furnish the administering State with:
     a)      a declaration containing the opinion of the sentenced person as to his or her proposed transfer, and
     b)      a copy of the expulsion or deportation order or any other order having the effect that the sentenced person will no longer be allowed to remain in the territory of the sentencing State once he or she is released from prison.
    4. Any person transferred under the provisions of this Article shall not be proceeded against, sentenced or detained with a view to the carrying out of a sentence or detention order, for any offence committed prior to his or her transfer other than that for which the sentence to be enforced was imposed, nor shall he or she for any other reason be restricted in his or her personal freedom, except in the following cases:
     a)      when the sentencing State so authorises: a request for authorisation shall be submitted, accompanied by all relevant documents and a legal record of any statement made by the convicted person; authorisation shall be given when the offence for which it is requested would itself be subject to extradition under the law of the sentencing State or when extradition would be excluded only by reason of the amount of punishment;
     b)      when the sentenced person, having had an opportunity to leave the territory of the administering State, has not done so within 45 days of his or her final discharge, or if he or she has returned to that territory after leaving it.
    5. Notwithstanding the provisions of paragraph 4, the administering State may take any measures necessary under its law, including proceedings in absentia, to prevent any legal effects of lapse of time.

    6. Any contracting State may, by way of a declaration addressed to the Secretary General of the Council of Europe, indicate that it will not take over the execution of sentences under the circumstances described in this Article.
    

Article 4
Signature and entry into force

    1. This Protocol shall be open for signature by the member States of the Council of Europe and the other States signatory to the Convention. It shall be subject to ratification, acceptance or approval. A Signatory may not ratify, accept or approve this Protocol unless it has previously or simultaneously ratified, accepted or approved the Convention. Instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Secretary General of the Council of Europe.
    2. This Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the deposit of the third instrument of ratification, acceptance or approval.
    3. In respect of any signatory State which subsequently deposits its instrument of ratification, acceptance or approval, the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of deposit.

Article 5
Accession

    1. Any non-member State which has acceded to the Convention may accede to this Protocol after it has entered into force.
    2. In respect of any acceding State, the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of the deposit of the instrument of accession.

Article 6
Territorial application

    1. Any State may at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession, specify the territory or territories to which this Protocol shall apply.

    2. Any Contracting State may, at any later date, by declaration addressed to the Secretary General of the Council of Europe, extend the application of this Protocol to any other territory specified in the declaration. In respect of such territory the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such declaration by the Secretary General.
    3. Any declaration made under the two preceding paragraphs may, in respect of any territory specified in such declaration, be withdrawn by a notification addressed to the Secretary General. The withdrawal shall become effective on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such notification by the Secretary General.

Article 7
Temporal application

    This Protocol shall be applicable to the enforcement of sentences imposed either before or after its entry into force.

Article 8
Denunciation

    1. Any Contracting State may at any time denounce this Protocol by means of a notification addressed to the Secretary General of the Council of Europe.
    2. Such denunciation shall become effective on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of the notification by the Secretary General.
    3. This Protocol shall, however, continue to apply to the enforcement of sentences of persons who have been transferred in conformity with the provisions of both the Convention and this Protocol before the date on which such denunciation takes effect.
    4. Denunciation of the Convention automatically entails denunciation of this Protocol.

Article 9
Notifications

    The Secretary General of the Council of Europe shall notify the member States of the Council of Europe, any Signatory, any Party and any other State which has been invited to accede to the Convention of:
     a)      any signature;
     b)      the deposit of any instrument of ratification, acceptance, approval or accession;
     c)      any date of entry into force of this Protocol in accordance with Articles 4 or 5;
     d)      any other act, declaration, notification or communication relating to this Protocol.


    In witness whereof the undersigned, being duly authorised thereto, have signed this Protocol.


    Done at Strasbourg, this eighteenth day of December 1997, in English and in French, both texts being equally authentic, in a single copy which shall be deposited in the archives of the Council of Europe. The Secretary General of the Council of Europe shall transmit certified copies to each member State of the Council of Europe, to the other States signatory to the Convention and to any State invited to accede to the Convention.