Tilkynningar um nefndastörf

5.6.2024 : Breytingar á starfsáætlun: Nefndadagur 7. júní

Forseti tilkynnti við upphaf þingfundar í dag um breytingar á starfsáætlun þannig að föstudagurinn 7. júní verður nefndadagur en ekki þingfundadagur.

3.6.2024 : Nefndarferð utanríkismálanefndar til Tyrklands

Ferd-utanrikismalanefndar-til-Tyrklands-2024-05-31Utanríkismálanefnd Alþingis fór í þriggja daga heimsókn til Tyrklands 29.–31. maí. Tyrkland er aðildarríki NATO og hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Markmiðið heimsóknarinnar var að efla tvíhliða samskipti þinganna, ræða stjórnmálastöðuna í Tyrklandi og hlutverk Tyrklands á alþjóðavettvangi m.a. gagnvart yfirstandandi átökum í Úkraínu annars vegar og Miðausturlöndum hins vegar.

21.5.2024 : Nefndadagar 21.–23. maí

Nefndadagar eru á Alþingi frá þriðjudeginum 21. maí til fimmtudagsins 23. maí.

21.5.2024 : Hlé á þingfundum vegna forsetakosninga

Bjalla-og-hamarSamkvæmt starfsáætlun þingsins verða engir þingfundir síðustu tvær vikurnar í maí vegna forsetakosninganna 1. júní.

15.5.2024 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd þriðjudaginn 21. maí

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 21. maí í Smiðju og hefst hann kl. 9:10. Fundarefnið er skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2023.

14.5.2024 : Breytingar á starfsáætlun Alþingis: Nefndadagur 15. maí

Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að miðvikudagurinn 15. maí verði nefndadagur.

6.5.2024 : Breytingar á starfsáætlun Alþingis: Nefndadagur 10. maí

Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að föstudagurinn 10. maí verði nefndadagur.

2.5.2024 : Nefndadagar 2. og 3. maí 2024

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis fimmtudaginn 2. og föstudaginn 3. maí.

22.4.2024 : Breytingar á starfsáætlun Alþingis: Nefndadagur 26. apríl

Forseti Alþingis hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að föstudagurinn 26. apríl verði nefndadagur.

12.4.2024 : Græn umskipti og framtíðaráskoranir til ársins 2040 á vinnufundi framtíðarnefndar

P1012451Fjöldi sérfræðinga og hagaðila kom á vinnufund framtíðarnefndar Alþingis í dag um græn umskipti og framtíðaráskoranir til ársins 2040. Þar var unnið að uppfærslu og dýpkun á fyrri sviðsmyndum sem Framtíðarsetur Íslands vann fyrir framtíðarnefnd á síðasta ári.