Tilkynningar um þing­störf

23.6.2024 : Ávörp við þingfrestun 23. júní

IMG_6186Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, flutti ávarp við þingfrestun og fór yfir þingstörfin. Hanna Katrín Friðriksson talaði fyrir hönd alþingismanna og loks ávarpaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, þingheim og las forsetabréf um frestun Alþingis.

Lesa meira

23.6.2024 : Tölfræði 154. löggjafarþings

Þingfundum 154. löggjafarþings var frestað 23. júní 2024. Þingið var að störfum frá 12. september til 16. desember 2023 og frá 22. janúar til 23. júní 2024. Þingfundir voru samtals 131 og stóðu í rúmar 649 klst. Meðallengd þingfunda var 4 klst. og 55 mín. Lengsti þingfundur stóð í 15 klst. og 43 mín.

Lesa meira

18.6.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 20. júní kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

14.6.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 18. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 18. júní kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

14.6.2024 : Starfsáætlun Alþingis fellur úr gildi

Forseti Alþingis greindi frá því við upphaf þingfundar að starfsáætlun 154. löggjafarþings falli úr gildi frá og með deginum í dag, 14. júní. Þingfundir og nefndarfundir verða haldnir næstu daga eftir því sem þörf verður á.

Lesa meira

13.6.2024 : Starfsáætlun Alþingis fyrir 155. löggjafarþing

Starfsáætlun fyrir 155. löggjafarþing (2024 –2025) hefur verið samþykkt af forsætisnefnd. Þingsetning verður þriðjudaginn 10. september og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi miðvikudagsins 11. september.

Lesa meira

11.6.2024 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 12. júní

Eldhusdagsumraedur-2024-1Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) fara fram á Alþingi miðvikudaginn 12. júní og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:40, skiptast í tvær umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrri umferð og fimm mínútur í seinni umferð.

Lesa meira

11.6.2024 : Sérstök umræða um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi þriðjudaginn 11. júní

JodisSkula_WillumThorSérstök umræða um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi verður þriðjudaginn 11. júní um kl. 14. Málshefjandi er Jódís Skúladóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

8.6.2024 : Útbýting utan þingfunda laugardaginn 8. júní 2024

Þingskjali útbýtt utan þingfunda laugardaginn 8. júní kl. 11:20

Lesa meira

7.6.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 13. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 13. júní kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og matvælaráðherra.

Lesa meira

7.6.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 10. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 10. júní kl. 15:00. Þá verða til svara félags- og vinnumarkaðsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og matvælaráðherra.

Lesa meira

5.6.2024 : Breytingar á starfsáætlun: Nefndadagur 7. júní

Forseti tilkynnti við upphaf þingfundar í dag um breytingar á starfsáætlun þannig að föstudagurinn 7. júní verður nefndadagur en ekki þingfundadagur.

Lesa meira

5.6.2024 : Sérstök umræða um nám í hamfarafræðum á háskólastigi fimmtudaginn 6. júní

AsmundurFrid_AslaugArnaSérstök umræða um nám í hamfarafræðum á háskólastigi verður fimmtudaginn 6. júní um kl. 11:00. Málshefjandi er Ásmundur Friðriksson og til andsvara verður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Lesa meira

1.6.2024 : Útbýting utan þingfunda laugardaginn 1. júní 2024

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda laugardaginn 1. júní kl. 17:20

Lesa meira

30.5.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 6. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 6. júní kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og matvælaráðherra.

Lesa meira

30.5.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 3. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 3. júní kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, utanríkisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.  

Lesa meira

21.5.2024 : Hlé á þingfundum vegna forsetakosninga

Bjalla-og-hamarSamkvæmt starfsáætlun þingsins verða engir þingfundir síðustu tvær vikurnar í maí vegna forsetakosninganna 1. júní.

Lesa meira

16.5.2024 : Sérstök umræða um fjarskipti í dreifbýli föstudaginn 17. maí

LiljaRannveig_AslaugArnaSérstök umræða um fjarskipti í dreifbýli verður föstudaginn 17. maí um kl. 11:00. Málshefjandi er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og til andsvara verður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Lesa meira

15.5.2024 : Sérstök umræða um stöðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fimmtudaginn 16. maí

HannaKatrin_WillumThorSérstök umræða verður um stöðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fimmtudaginn 16. maí um kl. 11:00. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson. 

Lesa meira

14.5.2024 : Breytingar á starfsáætlun Alþingis: Nefndadagur 15. maí

Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að miðvikudagurinn 15. maí verði nefndadagur.

Lesa meira