1996-04-24 00:49:54# 120. lþ. 125.13 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[24:49]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að þetta sé hreinn útúrsnúningur hjá Sjálfstfl. Málið er að Sjálfstfl. hefur komist upp með að halda því fram að þjónustugjöld séu eitthvað allt annað en skattar. Það sem mér er helst í huga í þessu efni akkúrat núna er það að einn af forustumönnum Sjálfstfl. í borgarstjórn Reykjavíkur talar um að lækka skatta, auka framkvæmdir, auka þjónustu, allt þetta. En svo er það neðanmáls eins og í kosningastefnuskrá Framsfl. að leggja á þjónustugjöld. Hver er munurinn á sköttum og þjónustugjöldum að því er þetta varðar? Hann er sá að skattar eru yfirleitt lagðir á heild með tilteknum hætti, eins og verið er að gera hér. Þjónustugjöld eru lögð á með allt öðrum hætti og á öðrum forsendum. En vandinn er sá að enginn, ekki einu sinni Ríkisendurskoðun hefur fengist til þess að skilgreina markalínuna á milli þjónustugjalda og skatta. Þess vegna kemst Sjálfstfl. upp með málflutning af því tagi sem hv. þm. hafði uppi hér áðan. Ég vísa þeim málflutningi algerlega á bug. Hann er útúrsnúningur og rangfærslur.