Rannsóknaþjónusta og bókasafn

Rannsókna- og upplýsingaþjónusta er starfrækt í fjárlaga- og greiningardeild á nefnda- og greiningarsviði og sinnir hún gagna- og upplýsingaöflun fyrir þingmenn, þingnefndir og starfsfólk skrifstofunnar. Gögn eru ýmist unnin að beiðni þingmanna, þingnefnda eða starfsfólks eða að eigin frumkvæði starfsfólks.

Fjárlaga- og greiningardeild sér einnig um rekstur bókasafns Alþingis. Starfsfólk deildarinnar annast afgreiðslu á efni bókasafnsins og millisafnalán. Bækur eru eingöngu lánaðar þingmönnum, starfsfólki þingsins og í millisafnalánum til annarra bókasafna. Afgreiðslutími safnsins er samkvæmt samkomulagi. Frekari upplýsingar fást í síma 563 0630 eða með því að senda fyrirspurnir í tölvupósti.

Starfsfólk fjárlaga- og greiningardeildar hefur aðsetur á 2. hæð Smiðju, Tjarnargötu 9.

Reglur um upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis