Úttektir rannsókna- og upplýsingaþjónustu

Samkvæmt reglum forsætisnefndar um rannsókna- og upplýsingaþjónustu Alþingis er hlutverk hennar að styrkja starfsaðstöðu alþingismanna og nefnda þingsins auk aðstoðar við annað starfsfólk skrifstofu Alþingis. Þetta er gert með upplýsingaöflun og úrvinnslu ýmissa gagna í tengslum við fyrirspurnir sem berast. Í reglunum er einnig kveðið á um frumkvæði að upplýsingamiðlun um málefni sem gagnast getur þingmönnum og starfsfólki við störf sín og almenningi til upplýsingar.

Fjárlaga- og greiningardeild Alþingis gefur reglulega út upplýsingaefni um ýmis málefni sem tengjast þingstörfum eða þjóðmálaumræðu. Útgáfurnar eru birtar á innri og ytri vef Alþingis og sendar á póstlista þingmanna og starfsmanna.