Skrifstofa Alþingis

Hlutverk skrifstofu Alþingis samkvæmt lögum um þingsköp, nr. 55/1991, er að styðja við starfsemi Alþingis svo að þingið, sem handhafi ríkisvalds, geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Skrifstofan annast því margvíslega þjónustu við þingmenn og þá sem leita þurfa upplýsinga eða með erindi sín til þingsins. Nánari upplýsingar um verkefni skrifstofunnar er að finna í skipuritinu

Sími aðalskiptiborðs er (+354) 56 30 500. Skiptiborðið er jafnan opið frá kl. 8:00 til 17:00 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum til kl. 16:00. Jafnframt er skiptiborðið opið á meðan þingfundir standa.