Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 15:59:01 (5492)

1996-05-02 15:59:01# 120. lþ. 129.13 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[15:59]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þetta atriði sem hv. þm. spurði um, þá er alveg ljóst að grunnskólakennararnir eru fluttir með þeim réttindum sem þeir hafa sem ríkisstarfsmenn yfir til sveitarfélaganna. Um það fjallar þetta frv. og um það náðist það samkomulag sem býr að baki frv. sem er þríhliða samkomulag milli ríkisins, sveitarfélaganna og kennaranna.

Varðandi önnur mál og hvernig réttarstaða ríkisstarfsmanna er eigum við eftir að fjalla um á Alþingi eins og margoft hefur komið fram í máli hv. ræðumanna en varðandi þá stöðu sem hér er um að ræða, þá er hún alveg skýr samkvæmt frv. Ég ætla ekki að spá fyrir um hver verður niðurstaðan í öðrum frumvörpum sem hér eru og menn verða að geta metið það, þingmenn sjálfir eins og ég, en þessi réttindi eru flutt til sveitarfélaganna með samkomulagi ríkisins, sveitarfélaganna og kennaranna.