Orkustofnun

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 15:18:47 (5922)

1996-05-13 15:18:47# 120. lþ. 136.1 fundur 302#B Orkustofnun# (óundirbúin fsp.), SvG
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[15:18]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Eins og ég gat um áðan, hótaði hæstv. iðnrh. því að taka út úr orkurannsóknunum þá fjármuni sem hið opinbera hefur lagt til orkurannsókna. Hvað sögðu þá orkufyrirtækin? Þau sögðu: Já, frekar viljum við stofna hlutafélag en að láta taka af okkur alla peningana því að annars eru allar orkurannsóknir í landinu í uppnámi. Hæstv. iðnrh. sagði því í raun og veru við þessi fyrirtæki: ,,Hvort viljið þið heldur að ég hengi ykkur eða skjóti, vegna þess að þið eigið engra annarra kosta völ en að hlýða mér?``