Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 16:01:18 (7215)

1996-06-04 16:01:18# 120. lþ. 160.1 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[16:01]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um afar mikilvægt mál sem snertir hag fjölda manna og atvinnurekstur í landinu. Það var mikil nauðsyn á að taka á þessum málum og ég tel að eftir atvikum hafi hæstv. sjútvrh. staðið eðlilega að því máli. Eftir stendur þó að vandi smærri báta, sem völdu aflamark á sínum tíma, er mjög mikið og það er auðvitað mjög erfitt að skilja slíka aðila eftir án þess að á þeim vanda sé tekið en það er framkvæmdarvaldsins að gera tillögur um það. Þingmenn framkvæmdarvaldsins hafa flutt tillögur til þess að bæta þar úr en þær hafa ekki hlotið brautargengi. Ég tek undir meginstefnuna í málinu og segi því já við þessari grein.