Neyðarlínan

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:25:33 (713)

1995-11-06 15:25:33# 120. lþ. 27.1 fundur 64#B Neyðarlínan# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur


[15:25]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það er á grundvelli sérstakra laga sem Alþingi samþykkti að stofnað yrði sérstakt fyrirtæki til þess að starfrækja samræmda neyðarsímsvörun. Að því fyrirtæki koma ýmsir aðilar. Það er opið fyrir nýja aðila og það hefur verið vandað mjög til alls undirbúnings og samningagerðar um þessi efni, enda hefur hún tekið þó nokkurn tíma. Þannig að ég tel að þarna hafi verið mjög vandlega að verki staðið og fyllilega í samræmi við þau lög sem Alþingi setti. Þar er til hins ýtrasta gætt allra sjófnarmiða varðandi þá öryggisstarfsemi sem þarna fer fram. Lögreglan taldi hins vegar eðlilegt að halda áfram rekstri sinnar stjórnstöðvar vegna þess að þar koma inn fjölmörg önnur símtöl og upplýsingar en í gegnum neyðarnúmerið sjálft. En að sjálfsögðu fær hún upplýsingar eins og allir aðrir viðbragðsaðilar í gegnum neyðarsímanúmerið.