Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 20. mars 1997, kl. 18:35:56 (4786)

1997-03-20 18:35:56# 121. lþ. 95.1 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[18:35]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tók eftir því að hæstv. umhvrh. komst þannig að orði að fyrir hann var ekkert lagt varðandi þessa álverksmiðju annað en það að hún yrði á Grundartanga. Og hann lagði á það áherslu að hvorki hefði verið minnst á þann möguleika að hún yrði á Langanesi né einhvers staðar annars staðar sem ég man nú ekki hvar var, hvort var Keilisnes. Alla vega finnst mér ástæða til að draga þetta fram því að það staðfestir það sem ég var að segja fyrr á þessum degi að bersýnilegt er að verksmiðjan var sett niður á Grundartanga og það var pólitísk ákvörðun ráðherrans að gera það, væntanlega iðnrh. úr því að umhvrh. var ekki spurður. Þó voru þeir í sama stjórnmálaflokknum síðast þegar ég vissi.