Lánasjóður íslenskra námsmanna

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 18:54:39 (5137)

1997-04-14 18:54:39# 121. lþ. 101.3 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[18:54]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég mundi líka verða mjög glaður og ég reikna með því að þegar við förum að búa við þau lög sem verið er að setja, þá verðum við yfirleitt öll sæmilega ánægð.

Varðandi útreikninga fjmrn. ber ég út af fyrir sig ekki ábyrgð á þeim. Ég skrifaði reyndar ekki þessa kostnaðarumsögn eins og menn hljóta að skilja og er ekki tilbúinn að fara í vangaveltur um hvað þeir hafa verið að meina með þessum frávikum. Þarna er um einhverja áætlun eða einhvern slumpreikning að ræða. Ég býst við að það sé erfitt að áætla þessa tölu nákvæmlega og það sé orsökin fyrir þessu fráviki.