Íþróttalög

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 23:51:42 (5246)

1997-04-15 23:51:42# 121. lþ. 102.16 fundur 543. mál: #A íþróttalög# (heildarlög) frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[23:51]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil í raun fagna tilkomu þessa frv. Fulltrúar Íslands hafa mjög gjarnan verið stoltir af þeim lögum sem gilt hafa um íþróttastarf á Íslandi en auðvitað er full ástæða til að endurskoða lög með ákveðnu millibili. Ég fagna því líka sem hæstv. menntmrh. sagði að þetta lagafrv. væri m.a. fram lagt vegna tilkomu þáltill. um endurskoðun á íþróttastarfi í landinu.

Það er aðeins eitt atriði sem ég vil gera athugasemd við. Það er varðandi túlkunina á að ÍSÍ komi eitt fram sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi. Það er fjöldinn allur af mótum sem Ungmennafélag Íslands tekur þátt í. Mér finnst þess vegna eins og á öðrum stöðum í frv. ástæða til að taka fram að ÍSÍ og UMFÍ komi fram fyrir Íslands hönd á erlendum vettvangi.