Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 19:06:56 (5869)

1997-05-05 19:06:56# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[19:06]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Það ákvæði sem kveikti deilur í atkvæðagreiðslu í dag var ákvæði í 2. gr. frv. sem er um stjórn tryggingasjóðs, ráðstöfunarfé og skrifstofuhald. Greinin sem nú er verið að gera breytingartillögur við er 24. gr. og hún er um fjárreiður. Í frumvarpsgreininni sagði, með leyfi forseta:

,,Stjórn Tryggingasjóðs einyrkja tekur ákvarðanir um ávöxtun fjár sjóðsins. Skal þess gætt að sjóðurinn hafi nægilegt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar.``

Í lok breytingartillagnanna sem hér er verið að greiða atkvæði um segir að ef sýnt þyki að deildir sjóðsins geti ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum þessum skuli stjórn sjóðsins gera tillögur til ráðherra um hertar úthlutunarreglur, um skerðingu bóta og/eða um hækkun á tekjum viðkomandi deildar. Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum deilda hans.

Ég held að það blandist engum hugur um það sem hlýtt hefur á atkvæðaskýringarnar hversu gölluð þessi lög verða. En, virðulegi forseti, (Forseti hringir.) það er engin samábyrgð samkvæmt þessu ákvæði en það er hér sem reynir á þá opnun á ríkisframlag sem félmrh. og forsrh. hafa opnað á og sett fram hér í dag.