Veiðiþol beitukóngs

Þriðjudaginn 06. maí 1997, kl. 16:43:57 (5918)

1997-05-06 16:43:57# 121. lþ. 117.18 fundur 343. mál: #A Veiðiþol beitukóngs# þál., Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[16:43]

Frsm. sjútvn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá sjútvn. um till. til þál. um könnun á veiðiþoli beitukóngs.

Nefndin hefur fjallað um tillöguna og farið yfir umsagnir um hana sem nefndinni bárust frá Hafrannsóknastofnuninni, Íslenskum sjávarafurðum hf., Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Útflutningsráði.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt og leggur áherslu á að nytsamar upplýsingar úr greinargerð með tillögunni verði hafðar til hliðsjónar við úttektina.

Greinargerðin með tillögunni var til fyrirmyndar sökum yfirgripsmikilar sagnfræðilegrar þekkingar á þessum málum. Sjútvn. er þess vegna algjörlega sammála um að afgreiða tillöguna.

Guðný Guðbjörnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.