Fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:24:38 (6152)

1997-05-12 17:24:38# 121. lþ. 122.5 fundur 28. mál: #A fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala# (heildarlög) frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:24]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Tveggja prósentna þak á þóknunum í fasteignaviðskiptum hefur reynst góð vörn fyrir neytendur. Þar með hefur ekki verið lokað á samkeppni. Hún hefur getað farið fram innan þessara marka. Meiri hluti allshn. hefur látið undan þrýstingi fasteignasala sem vilja fá meira í sinn hlut. Minni hlutinn tekur hins vegar afstöðu með neytendum. Við tökum afstöðu með kaupendum. Við viljum stilla verðlagi í hóf og við viljum ekki láta undan þrýstingi fasteignasala. Við segjum nei.