Almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 09. október 1996, kl. 14:29:11 (184)

1996-10-09 14:29:11# 121. lþ. 5.3 fundur 29. mál: #A almenn hegningarlög# (barnaklám) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[14:29]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ítreka að mér finnst þetta mjög óeðlilegur tími, að þeim sem eru með þetta barnaklám í vörslu sinni séu gefnir a.m.k. sex mánuðir ef ekki átta til að losa sig við það. Ég er sannfærð um að þingið mun afgreiða þetta mál mjög fljótt og vel þannig að það er ástæða til að skoða þetta gildistökuákvæði. Ég óttast og ég heyrði ráðherrann ekki sýna nein viðbrögð við því að við séum að gefa framleiðendum þessa efnis svigrúm til að birgja sig upp af barnaklámefni áður en þessi lög taka gildi. Hefur ráðherrann engar áhyggjur af því?