Veiðileyfagjald

Þriðjudaginn 15. október 1996, kl. 15:59:01 (340)

1996-10-15 15:59:01# 121. lþ. 8.7 fundur 3. mál: #A veiðileyfagjald# þál., StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[15:59]

Stefán Guðmundsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér var ekki mikið sagt til viðbótar en ég vil þó svara því sem hv. þm. spurði um að þingmaðurinn hefði ekki orðið var við það að ég hefði flutt hér tillögur um aðgerðir til varnar landvinnslunni. Ég hef margrætt það við þá aðila sem með þessi mál fara og meira að segja fyrir um einu og hálfu ári hóf ég að ræða það við þessa aðila og reyna að minnsta kosti að bera fram, kannski af veikum mætti, hugmyndir sem mættu verða til varnar. Ég hef ekki verið einn af þeim sem hafa verið nánast mosagrónir við þennan ræðustól. Ég hef talið að mönnum væri farsælla að vinna annars staðar að framgangi mála en að vera hér og baða sig í sviðsljósi fjölmiðlanna. Ég vona að með tímanum sannist það að við sem höfum reynt að vinna að málum á öðrum vettvangi sjáum árangur af starfi okkar í þessum efnum.