Umferðarlög

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:01:54 (2059)

1996-12-11 16:01:54# 121. lþ. 40.4 fundur 55. mál: #A umferðarlög# (EES-reglur, vegheiti o.fl.) frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[16:01]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég held að það sé nauðsynlegt að menn átti sig á því hvað er verið að leggja til í þessari brtt. Það er sem sagt hækkun á hámarksökuhraða á öllu þjóðvegakerfi landsins, sem svo á að heita að sé með bundnu slitlagi, um heila 20 km eða 22%. Í umræðum í gær held ég að málflutningur tillögumanna og 1. flm., sem aðallega hafði orð fyrir þeim, hafi hrunið svo rækilega til grunna, herra forseti, að ég hygg að ekki sé ástæða til að óttast um úrslit málsins. Ég trúi því að þessi tillaga verði hressilega felld þannig að hv. 1. flm., Vilhjálmur Egilsson, sem annars er hinn vænsti maður, verði vinafár í þessu máli. Ég segi nei.