Almannatryggingar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 18:06:01 (3087)

1998-01-27 18:06:01# 122. lþ. 52.8 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[18:06]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill vekja á því athygli að hér er rædd fundarstjórn forseta. Gerðar voru athugasemdir við það hvort umrætt frv. hæstv. heilbrrh. væri samkvæmt þingsköpum. Forseti hefur sagt og endurtekur að svo er. Það hefur fengið númer á venjubundinn hátt og er þingskjal eins og þingsköp segja fyrir um.

Forseti vill hins vegar ekki úrskurða um það deilumál sem hér er efnisleg umræða um, þ.e. hvort öll ákvæði þessa frv. séu þannig úr garði gerð að þingmenn skilji vel. Það verður að eiga sér stað á annan hátt. Forseti vill vekja á því athygli að þetta frv., eins og önnur, fer til hv. heilbrn. og nefndin hefur auðvitað öll tök á því að gera þær lagfæringar og breytingar sem hún telur bestar.

Forseti áréttar að verið er að ræða fundarstjórn forseta og spyr hvort þessi umræða geti ekki allt eins átt sér stað í efnislegri umræðu um þetta frv. því að auðvitað er ekki síður um efnisleg atriði að ræða.