Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 14:16:23 (3472)

1998-02-05 14:16:23# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., ÓÞÞ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[14:16]

Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hef staðið í þeirri trú að hér væri verið að ræða frv. til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Ég óska eftir að forseti upplýsi hvort að svo er eða hvort hér hafi verið ákveðið að ræða mörg frv. samtímis og m.a. frumvörp sem búið er að vísa til nefndar, því ef svo er þarf ég í það minnsta að leita að fleiri gögnum en þeim sem eru á borðinu hjá mér. Mér finnst með ólíkindum að hlusta margsinnis á það úr ræðustól að það sé stórslys ef eitthvert frv. sem félmrh. flytur verði samþykkt, þegar verið er að fjalla um frv. sem forsrh. flytur, nema líka sé farið að blanda saman þeim embættum.

(Forseti (StB): Að gefnu tilefni vill forseti upplýsa að 2. dagskrármálið er til umræðu, þ.e. þjóðlendur, sem er stjfrv. og hæstv. forsrh. hefur mælt fyrir hér á þessum degi.)